Bótaréttur

Umferðarslys

Þegar einstaklingar slasast í umferðarslysi á sá hinn sami alla jafna bótarétt úr ábyrgðartryggingu ökutækisins eða slysatryggingu ökumanns ef hann var ökumaður ogdæmdur í órétti. Þessi réttur er einfaldlega til staðar óháð því hvernig slysið ber að höndumog var upphaflega komið á vegna þeirra hættueiginleika sem ökutæki óneitanlega hafa og erþessum tryggingum ætlað að bæta tjón þeirra sem slasast vegna áðurnefndra hættueiginleika. Það er rétt að undirstrika það að ökumenn eru tryggðir fyrir því tjóni sem þeir verða fyrir óháð því hvort þeir hafi verið í rétti eða órétti. Það er því útbreiddur misskilningur að sá sem sé í órétti eigi ekki rétt til slysabóta. Líkamstjón af völdum vélknúins ökutækis er bætt á grundvelli skaðabótalaga nr. 50/1993 eins settan og ef hann hefði aldrei orðið fyrir slysinu, eins og það er hægt með fébótum. Hann á með öðrum orðum að fá allt sitt tjón bætt þ.m.t. allan útlagðan kostnað sem hann verður fyrir vegna áverka sinna.
Það er mjög mikilvægt að leita sér aðstoðar strax eftir slys þar sem viðbrögð fyrstu dagana og vikurnar í kjölfar umferðarslyss geta haft mikið að segja um endanlegan bótarétt. Í þessu skiptir miklu máli að “ekki gera ekki neitt”. Rétt er að undirstrika það að hafi tjónþoli verið með gilda frítímaslysatryggingu getur hann átt rétt til bóta úr henni samhliða þeim slysabótum sem koma úr ábyrgðartryggingu ökutækisins. 

Vinnuslys

Samkvæmt gildandi kjarasamningum þá ber vinnuveitanda skylda til að tryggja allastarfsmenn sína svonefndri slysatryggingu launþega.  Einu skilyrðin eru þau að slysið hafiorðið í beinum tengslum starf hins slasaði. Ef starfsmaður slasast í vinnunni þá á hann allajafna rétt á bótum úr slysatryggingunni og eins á hann rétt til bóta frá Sjúkratryggingum Íslands á grundvelli vegna sama slyss. Þarna er eina skilyrðið að viðkomandi hafi slasast í vinnunni. Verði slysið hins vegar rakið til atvika sem vinnuveitandi ber ábyrgð á, t.d. vegna vanbúnaðar eða mistaka annarra starfsmanna hans, er um að ræða skaðabætur úr ábyrgðartryggingu viðkomandi vinnuveitanda. Vinnuveitandi er þarna gerður ábyrgur fyrir mistökum starfsmanna sinna sem á lagamáli nefnist vinnuveitandaábyrgð. Slíkum tryggingum er ætlað að bæta allt tjón þess sem slasast á meðan bætur úr slysatryggingu launþega eru fyrirfram ákveðnar með hliðsjón af umfangi tjónsins.
Ef slysið er einungis bótaskylt úr slysatryggingu launþega og hjá Sjúkratryggingum Íslands, á tjónþoli m.a. rétt á dagpeningum á meðan á óvinnufærni stendur, endurgreiðslu sjúkrakostnaðar sem og bótum fyrir læknisfræðilega örorku. Ef slys er hins vegar bótaskylt úr ábyrgðartryggingu vinnuveitanda á tjónþoli rétt á skaðabótum á grundvelli Skaðabótalaga nr. 50/1993.

Frítímaslys

Algengt er að í fjölskyldutryggingum tryggingafélaganna sé innifalin slysatrygging fyrir fjölskyldumeðlimi, svo kölluð frítímaslysatrygging. Þess ber þó að geta að í sumum kjarasamningum er innifalin frítímaslysatrygging fyrir þann tiltekna hóp  launþega sem falla undir gildissvið viðkomandi kjarasamnings. Algengt er að fólk átti sig ekki á bótarétti sínum vegna frítímaslysa og hugi því ekki að því að leita réttar síns ef slys í frítíma ber að höndum. Bótaréttur þessara trygginga er háður þeim skilmálum sem fram kom í viðkomandi vátryggingarsamningi og því er mikilvægt að fólk hafi það í huga við töku slíkra trygginga og þá sér í lagi að því er lítur að bótafjárhæðum því þær eru eru alla jafna, innan einhverja marka, umsemjanlegar þegar viðkomandi er að kaupa slíka tryggingu. Sú ákvörðun getur skipt sköpum síðan þegar og ef slys ber að höndum.

Hefur þú orðið fyrir slysi?

Hafðu samband og við aðstoðum þig við að kanna þinn bótarétt