Reykjavík / Akranes

Íslenska málflutningsstofan

Um
Stofuna

Íslenska málflutningsstofan er alhliða lögmannsstofa sem veitir faglega og persónulega þjónustu fyrir einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir um land allt. Lögmenn stofunnar búa yfir víðtækri þekkingu og reynslu af lögmannsstörfum auk sérhæfingar á einstökum sviðum lögfræðinnar. Málflutningsstofan leggur metnað í að hvert mál sé unnið af fagmennsku, heiðarleika og trúnaði og að hagsmunir viðskiptavina séu í fyrirrúmi

Vissir þú að við bjóðum alltaf fyrsta viðtalið þér að kostnaðarlausu?
Vissir þú að hægt er að reka ýmis dómsmál er varða þinn rétt þér að kostnaðarlausu með gjafsókn?
Vissir þú að lögmenn málflutningsstofunnar geta hitt þig fyrir hvar á landi sem er?
Vissir þú að almennt átt þú bótarétt eftir umferðarslys óháð því hvort þú hafir verið í rétti eða órétti?
Vissir þú að við bjóðum upp á fast verð fyrir ýmsa þjónustu t.d. gerð á kaupmála eða erfðaskrá?
Vissir þú að við erum með lögmenn á vakt allan sólarhringinn fyrir neyðartilvik?
Vissir þú að þú ólögmæt handtaka eða ólögmæt húsleit lögreglu veitir þolanda rétt til bóta?
Vissir þú að hægt er að semja um fasta og árangurstengda þóknun í ýmsum málum?
Vissir þú að brotið er á lögbundnum réttindum manna á hverjum degi án þess að þeir viti nokkurn tíma af því?
Vissir þú að við veitum þverfaglega ráðgjöf á sviði reksturs fyrirtækja og viðskipta?
Vissir þú að við hjálpum þér að stofna fyrirtæki?
Vissir þú að tökum að okkur aðstoð og ráðgjöf fyrir rekstur húsfélaga?
Vissir þú að mögulega ert þú eða þínir tryggðir fyrir kostnaði við rekstur dómsmála?
Previous slide
Next slide

Þjónusta

Einkamál

Íslenska málflutningsstofan leggur sérstaka áherslu á að greina þarfir, vandamál og lögfræðileg álitaefni hjá viðskiptavinum okkar með það að leiðarljósi að veita árangursmiðaða þjónustu og skila jákvæðri niðurstöðu. Markmiðið er alltaf að bæta hag og hagsmuni okkar viðskiptavina og mæta þeirra þörfum og óskum með heiðarlegu og einlægu samstarfi. Við förum alltaf alla leið með þér í einkamálum á öllum dómstigum og utan réttarsalsins.

Sakamál

Íslenska málflutningsstofan hefur að mörgu leyti óhliðstæða reynslu og sérþekkingu í rekstri sakamála og verjendastörfum á Íslandi en lögmenn stofunnar hafa haldið uppi vörnum í mörgum af flóknustu og erfiðustu sakamálum undanfarinna áratuga í íslenskri réttarsögu. Við setjum fram ítrustu kröfur fyrir okkar skjólstæðinga og stöndum vörð um þinn rétt.

Slysabætur

Ef þú hefur lent í slysi eða líkamstjóni þá könnum við þinn rétt til bóta. Við bjóðum þér alltaf viðtal að kostnaðarlausu þar sem sérfræðingar okkar meta málið þitt og fylgja því áfram alla leið allt frá gagnaöflun og til greiðslu slysabóta að málarekstri loknum.

Fyrirtækjaráðgjöf

Margir lögfræðingar okkar búa yfir víðtækri reynslu og menntun á sviði viðskipta og rekstri fyrirtækja. Bjóðum við því upp á sjálfstæða þverfaglega ráðgjafaþjónustu við stofnun og rekstur fyrirtækja.

Innheimtufjelagið

Sérhæfð innheimtuþjónusta sem tekur að sér löginnheimtu. Við tökum við kröfum til innheimtu frá milliinnheimtu. Þannig önnumst við t.d. stefnubirtingu, greiðsluáskorun, dómsmeðferð, fjárnám, nauðungarsölu og gjaldþrot.

Starfsmenn

Íslenska málflutningsstofan rekur þverfaglega starfsemi um land allt

Guðmundur St. Ragnarsson

lögmaður

Ólafur V. Thordersen

lögmaður

Guðmundur Sveinn Einarsson

lögfræðingur

Hallgrímur Tómasson

fulltrúi

Sigurður Már Gunnarsson

Lögfræðingur

Gjaldfrjáls fyrsti fundur

Fyrsta viðtal hjá Íslensku málflutningsstofunni er ávallt gjaldfrjálst og án nokkurra skuldbindinga. Lögmenn stofunnar taka einnig að sér rekstur mála, þar sem þóknun lögmanns er alfarið hagsmunatengd, þ.e. reiknuð sem hlutfall af þeirri fjárhæð sem deilt er um, en að öðru leyti fer um þóknun lögmanna samkvæmt gjaldskrá Íslensku málflutningsstofunnar.